Kofinn

Allimar2504Á nyrðra tjaldsvæðinu, í um 200 m fjarlægð frá þjónustuhúsnæðinu og í um 100 m fjarlægð frá syðra tjaldsvæðinu, höfum við sett niður einn 9 fermetra bjálkakofa.
Í kofanum er rafmagn og hitari og í honum er koja sem ætti vel að geta rúmað þrjá (neðri kojan er breiðari). Þetta getur t.d. hentað þeim sem eru á tjaldferðalagi, hafa allt meðferðis sem þarf, og vilja gefa tjaldinu frí – kannski þegar rignir eða af því að það er allt enn blautt frá því þar sem tjaldað var síðast.
Pláss er á básnum við kofann fyrir tjald, tjaldvagn, felli- eða hjólhýsi sem og að sjálfsögðu bílinn. Líkt og annars staðar á tjaldstæðinu er 20% afsláttur ef gist er lengur en í tvær nætur.

Kofinn stendur á stæði F3 – sjá verðskrá !

Hjólhýsið

Á næsta stæði við kofann stendur núna þetta gamla hjólhýsi. Hjólhýsið er líka tengt við rafmagn og með hitara líkt og kofinn. Innanstokksmunir telja tvö einstaklingsrúm, borð og sæti fyrir tvo. Litlu dýrara en að tjalda en samt svo miklu þægilegra.