Kofinn

Allimar2504Á nyrðra tjaldsvæðinu, í um 200 m fjarlægð frá þjónustuhúsnæðinu og í um 100 m fjarlægð frá syðra tjaldsvæðinu, höfum við sett niður einn 9 fermetra bjálkakofa. [F3]
Í kofanum er rafmagn og hitari og í honum er koja sem ætti vel að geta rúmað þrjá (neðri kojan er breiðari). Þetta getur t.d. hentað þeim sem eru á tjaldferðalagi, hafa allt meðferðis sem þarf, og vilja gefa tjaldinu frí – kannski þegar rignir eða af því að það er allt enn blautt frá því þar sem tjaldað var síðast.

Kofinn stendur á stæði F3 – sjá verðskrá !


Svefntunnan – Q

Við þjónustuhúsnæðið stendur þess litla svefntunna. Innrými hennar er skipt í tvennt, ytra rýmið er með bekki til beggja hliða en innra rýmið er 140×200 cm rúm. Í tunnunni eru ljós, innstungur og rafmagnsofn.

Tunnan er sjaldnast bókanleg á netinu – hafið samband.