Reglur

Reglur fyrir gesti á tjaldstæði:

 1. Tjaldstæðið á Hjalla er kyrrðartjaldstæði og skulu gestir gæta þess að valda ekki öðrum ónæði með háreysti, umferð eða óþarfa hávaða.
  Algjör kyrrð skal ríkja frá miðnætti til morguns auk þess sem ölvun er bönnuð.
 2. Við komu skal leita samþykkis tjaldvarðar fyrir þeim bás sem óskað er eftir að koma sér fyrir á áður en það er gert.
  Gestir sem koma eftir miðnætti mega eiga von á því að þeim verði synjað um að koma sér fyrir.
 3. Hámarkshraði ökutækja er 15 km/klst.
  Öll umferð ökutækja innan tjaldsvæðið er óheimil frá miðnætti og fram til klukkan sjö árdegis.
 4. Gestum er skylt að ganga vel um náttúruna á tjaldstæðinu og í nágrenni.
  Þess er vænst að allt rusl sem hægt er að endurvinna sé skolað, flokkað og skilað í söfnunarílát við þjónustuhúsnæði. Engu rusli má henda á víðavangi.
 5. Óheimilt er að kveikja opinn eld.
  Gestum er skylt að gæta þess að engin hætta stafi af eldunartækjum þeirra, prímusum og grillum, né valdi þau skaða á gróðri.
 6. Á Hjalla er auk tjaldsvæðisins rekið gistiheimili og svo er Hjalli líka heimili þeirra sem þar búa.
  Þess er því vænst að tjaldstæðagestir virði ytri mörk tjaldstæðisins, valdi ekki ónæði meðal gistihússgesta og taki tillit til einkalífs heimamanna.
 7. Ólögráða einstaklingar geta eingöngu dvalið á tjaldstæðinu í fylgd með forráðamanni sem jafnframt ber ábyrgð á viðkomandi í því umhverfi sem er í næsta nágrenni við tjaldstæðið og þeim hættum sem þar kunna að leynast.

Brot á þessum reglum getur leitt til brottreksturs af tjaldstæðinu og/eða að
viðkomandi verður meinaður aðgangur þegar hann hyggst koma næst.