Þjónusta

Tjaldsvæðið er vaktað allan sólarhringinn allt árið um kring með örfáum, stuttum, óreglulegum undantekningum þó. Móttakan er gluggi og þar er snjalldyrabjalla sem við svörum í ef við komumst ekki í gluggann. Móttakan hefur engan formlegan opnunartíma en ef við erum ekki þar eða svörum ekki dyrabjöllunni má hringja í uppgefið símanúmer [864-3757] eða senda skilaboð (sms, messanger, WhatsApp). Allar ábendingar um eitthvað sem þyrfti að gera (fylla á pappír, tæma rusl, þrífa …) eru vel þegnar í smáskilaboðum.

Frá því eins snemma að vori, eins og veðrið leyfir okkur, og þangað til eins seint að hausti og við komumst upp með gagnvart því bjóðum við eftirfarandi þjónustu.

 • Tjaldsvæði sem skipt er niður þar sem hver gestur fær sitt afmarkaða svæði aðgreint frá öðrum gestum, „bás“.
 • Allar snyrtingar og sturtur tjaldstæðisins opnar og aðgengilegar allan sólarhringinn.
 • Rennandi vatn utan á þjónustuhúsi fyrir uppvöskunaraðstöðu, slöngu til að fylla á vatnstanka á húsbílum og aðra slöngu við seirulosunarstút.
 • Einföld eldunaraðstaða í litlu óupphituðu rými.
 • Aðgangur að netsambandi í og við þjónustuhús.
 • Starfsfólk sem talar íslensku og getur veitt gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga.

Yfir vetrarmánuðina má búast við því að þjónusta okkar sér skert en við bjóðum þó alltaf ákveðna lágmarksþjónustu.

 • Upphitað baðherbergi með vatnsklósetti og handlaug með bæði heitu og köldu vatni.
 • Sturta með heitu vatni.
 • Netsamband í og við þjónustuhús.

Yfir vetrarmánuðina gerum við okkar besta til þess að veita einnig eftirfarandi þjónustu:

 • Einfalda eldunaraðstöðu.
 • Vatnsslöngu innan úr þjónustuhúsi til þess að fylla á vatnstank á húsbíl.

Yfir vetrarmánuðina er eingöngu aðgangur að svæðum L og M.