Þjónusta

Tjaldstæði Lífsmótunar er vaktað allan sólarhringinn allt árið um kring með örfáum, stuttum, óreglulegum undantekningum þó. Móttakan hefur engan formlegan opnunartíma en í langflestum tilfellum dugar, ef enginn er þar, að hringja í uppgefið símanúmer [864-8790] og starfsmaður mætir innan fárra mínútna. Allar ábendingar um eitthvað sem þyrfti að gera (fylla á pappír, tæma rusl, þrífa …) eru vel þegnar í smáskilaboði (sms).

Frá því eins snemma að vori, eins og veðrið leyfir okkur, og þangað til eins seint að hausti og við komumst upp með gagnvart því bjóðum við eftirfarandi þjónustu.

 • Tjaldstæði sem skipt er niður þar sem hver gestur fær sitt afmarkaða svæði aðgreint frá öðrum gestum, “bás”.
 • Allar snyrtingar og sturtur tjaldstæðisins opnar og aðgengilegar allan sólarhringinn.
 • Rennandi vatn utan á þjónustuhúsi fyrir uppvöskunaraðstöðu, slöngu til að fylla á vatnstanka á húsbílum og aðra slöngu við seirulosunarstút.
 • Einföld eldunaraðstaða úti.
 • Aðgangur að netsambandi í og við þjónustuhús frá því átta að morgni til tíu að kveldi.
 • Starfsfólk sem talar íslensku og getur veitt gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga.

Yfir vetrarmánuðina má búast við því að þjónusta okkar sér skert en við bjóðum þó alltaf ákveðna lágmarksþjónustu.

 • Upphitað baðherbergi með vatnsklósetti og handlaug með bæði heitu og köldu vatni.
 • Sturta með heitu vatni.
 • Netsamband í og við þjónustuhús frá því átta að morgni til tíu að kveldi.

Yfir vetrarmánuðina gerum við okkar besta til þess að veita einnig eftirfarandi þjónustu:

 • Einfalda eldunaraðstöðu úti.
 • Vatnsslöngu innan úr þjónustuhúsi til þess að fylla á vatnstank á húsbíl.

Yfir vetrarmánuðina er eingöngu aðgangur að svæði L (sjá kort) auk þess sem veittur er afsláttur vegna skertrar þjónustu (sjá verðskrá).