Verð

Frá því eins snemma að vori eins og veðrið leyfir okkur og þangað til eins seint að hausti og við komumst upp með gagnvart því bjóðum við fulla þjónustu – og rukkum í samræmi við það, sumarverð.

  • Tjaldstæði sem skipt er niður þar sem hver gestur fær sitt afmarkaða svæði aðgreint frá öðrum gestum, “bás”.
  • Allar snyrtingar og sturtur tjaldstæðisins opnar og aðgengilegar allan sólarhringinn.
  • Rennandi vatn utan á þjónustuhúsi fyrir uppvöskunaraðstöðu, slöngu til að fylla á vatnstanka á húsbílum og aðra slöngu við seirulosunarstút.
  • Einföld eldunaraðstaða úti.
  • Aðgangur að netsambandi í og við þjónustuhús frá því sjö að morgni til tíu að kveldi.

Yfir vetrarmánuðina bjóðum við alltaf ákveðna lágmarksþjónustu – og rukkum í samræmi við það vetrarverð.

  • Upphitað baðherbergi með vatnsklósetti og handlaug með bæði heitu og köldu vatni.
  • Sturta með heitu vatni.
  • Netsamband í og við þjónustuhús frá því sjö að morgni til tíu að kveldi.

Yfir vetrarmánuðina gerum við okkar besta til þess að veita einnig eftirfarandi þjónustu:

  • Einfalda eldunaraðstöðu úti.
  • Vatnsslöngu innan úr þjónustuhúsi til þess að fylla á vatnstank á húsbíl.

Gestir mega búast við því að verða rukkaðir um sambland að vetrarverði og sumarverði á þeim tímabilum að hausti og vori þar sem ekki er hægt að veita alveg fulla þjónustu.